Sunnefumálin
Hin einstæða 18. aldar örlaga- og harmsaga Sunnefu Jónsdóttir, í skáldsögubúningi
Sunnefa bar af öðrum konum, og varð það henni örlagaríkt – ekki síður en örðum.
Tvö börn fæddi hún. Átti hún þau bæði með bróður sínum? Átti Hans Wium, sýslumaður, annað barnið? Eða var Pétur, sýslumaður Þorsteinsson eitthvað við þetta bendlaður?
Hvað sem því líður, vofði dauðadómur yfir Sunnefu og Jóni, bróður hennar, og þau lentu milli steins og sleggju, þar sem sýslumennirnir í Múlasýslunum voru annars vegar.
Þessi sakamál, er gerðust um miðja átjándu öld, eru athyglisverð spegilmynd sinnar samtíðar. Þar skipta með sér hlutverkum harkan og grimmdin, hungrið og drepsóttir, mannlegar tilfinningar og mannlegur breyskleiki. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: innsíður góðar en búið að merkja á saurblað.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.