Krummi segir sögur
ISBN: 9789979959724

Um ævintýri Leifs heppna og landafundina

Hér slást lesendur í ferðina þegar Leifur heppni fann Ameríku. Þessi bók er myndskreytt á skemmtilegan hátt með fjölmörgum litríkum teikningum. Í henni segir frá Leifi heppna í nýju ljósi.

Skrásetjari sögunnar, Goddur munkur, rekur garnirnar úr Krumma en hann þvældist með Leifi heppna í öllum hans ævintýrum. Það kemur meðal annars á daginn að Leifur var óvanalega heppinn allt frá barnæsku og hafði af sinni einskæru heppni fundið Krumma þegar hann var lítill ófleygur ungi og forðaði honum frá dauða. Leifur heppni var seinna svo heppinn að finna Ameríku. Síðar varð Goddur munkur svo heppinn að hafa upp á Krumma og gat rakið sögu Leifs með hans hjálp.

Höfundur sögunnar, Sigurður Örn Brynjólfsson (SÖB) á að baki menntun í grafískri hönnun, teiknun og málun og er löngu landsþekktur fyrir myndasögur sínar og teiknimyndir, m.a. myndasögurnar um tukthúslimina Bísa og Krimma og smáenglana Pu og Pa í jóladagatali Sjónvarpsins 1994 og 2000 og teiknimyndina um Leif heppna sem þessi bók er gerð eftir. SÖB er búsettur í Eistlandi og hefur gert þar fjölda teiknimynda fyrir sjónvarp og unnið við myndasögugerð.

Ástand: útgáfubók, ný í plasti.

kr.950

47 á lager

Frekari upplýsingar

Blaðsíður:

44

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Höfundur:

Sigurður Örn Brynjólfsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Krummi segir sögur”