Um hjartað liggur leið
Leiðsögn um fyrirheit og hættur andlegs lífs
Jack Kornfield er hugleiðslu undanfarin þrjátíu ár og er mikilsvirtur leiðbeinandi í andlegri iðkun. Hann hvetur okkur til að fylgja leið hjartans og nota hæfileika okkar til að skapa frið jafnt hið ytra sem innra og þannig finna jafnvægi og sálarró mitt í ringulreið nútímans. HGann leggur áherslu á gildi þess að losa sig við neikvæðar hugsanir, að rækta kærleikann og komast að því hver við erum í raun og veru. Kornfield tvinnar forna austurlenska speki við nútíma hugsunarhátt Vesturlandsbúa og hrífur lesendur sína með frábærri frásagnargáfu, einstökum og áhrifamiklum sögum úr samtímanum, með bjartsýni sinni og uppörvandi heilræðum. (Heimild: bakhlið bókarinnar)
Bók þessi er skipt niður í 20 kafla og tvær viðbætur, þeir eru:
- Gaf ég raunverulega ást
- Að binda enda á stríðið
- Að setjast í sætið eina
- Heilunar er þörf
- Að hafa gát á önduninni er eins og að þjálfa hund
- Að kalla hlutina sínu rétta nafni
- Örlæti, meðvirkni og óttalaus samkennd
- Sálræn meðferð og hugleiðsla
- Nýju fötin keisarans: Kennaravandamál
- Karma: Hjartað er garðurinn okkar
- Uppljómun er innilegt samband við alla skapaða hluti
- Upphafshneiging
- Nokkrar heiðarlegar spurningar
- Hjartað sem móðir heimsins
- Allt er ekkert
- Engin uppljómuð lausn
- Líkaminn er Búdda
- Vaknaðar tilfinningar og venjuleg fullkomnun
- að heiðra fjölskyldukarmað
- Hlátur hinna vitru
Auka: Bókalisti og Orðalisti
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.