Landafundirnir miklu
Flokkur: Lönd og landkönnun
Mannkynssöguna má skoða frá mörgum sjónarhornum. Eitt þeirra er könnunarsaga veraldarínnar, sem er í senn fróðleg og spennandi. Bókaflokkurinn Lönd og landkönnun er könnunarsaga einstakra heimshluta. Mjög ítarleg yfirlitskort sýna glögglega hinar einstöku landkönnunarferðir og texti bókanna talar ekki einn sínu máli, heldur er lesandinn leiddur í gegnum söguna með sérstaklega völdum litmyndum á hverri síðu af stöðum, mönnu m og mannvirkjum og verður þannig sjálfur þátttakandi í þessum sögufrægu ferðum. (heimild: timarit.is)
Þetta glæsilega verk er í 8 köflum ásamt viðaukum, þeir eru: hin sögulega nauðsyn, svarið fundið, hafið myrka, suður um Góðravonarhöfða, vestrið afhjúpað, austurmarkinu náð, sótt austur og vestur og umhverfis jörðina. Síðan eru viðaukar, þeir eru: eftirmáli, bókarauki, könnuðir, orðaskýringar og orðaskrá.
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.