Krydd og nytjaplöntur
Krydd er ómissandi á hverju heimili því það gefur matnum bragð og blæ. Flestir eiga sér sína eftirlætis kryddtegundir og eru þær margvíslegar því smekkurinn er misjafn. En krydd er ekki bara duft í dós.
Kryddið er yfirleitt unnið úr plöntum sem margar hverjar eru áhugaverðar og fallegar pottaplöntur. Þeir eru því margir sem hafa slegið tvær flugur í einu höggi með því að rækta sitt eigið krydd og hafa jafnframt glætt heimilið auknu lífi, ljúfri angan og gegurð.
Í bókinni KRYDD- OG NYTJAPLÖNTUR er greint frá fjöldamörgum kryddjurtum sem henta vel sem stofuplöntur. Gefin eru góð ræktunarráð og upplýsingar um það hvernig sameina má eiginleika plantnanna sem nytjajurta og híbýlaprýði.
KRYDD- OG NYTJAPLÖNTUR er ómissandi handbók bæði fyrir sælkera og fagurkera. Hún er í raun lykillinn að því að ykkur takist að prýða heimilið og eiga um leið alltaf til ferskt og spennandi krydd í blómaglugganum. (heimild: bakhlið bókarinnar)
Bókin er skipt niður eftir plöntuheitum.
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.