Sofum betur
Vöknum endurnærð á hverjum morgni
Það er mikilvægur fundur um miðjan dag og þú getur með engu móti haldið augunum opnum, svefninn sækir á. En um dimmar nætur liggur þú andvaka í rúminu, starir á verkjaraklukkuna – það stirnir á sjálflýsandi tölustafina og þú nærð ekki að þagga niður í þungmeltum hugrenningum. hverju sem um er að kenna – álagi á vinnustað eða háværum hrotum ástvinar- hafa allir upplifað þá raun að fá ekki nægan svefn. Ég man að ég var svo alvarlega vansvefta þegar börnin mín voru á fyrsta ári að ég mundi tæpast hvað ég hét. Vitaskuld lenti allt í handaskolum, sokkarnir enduðu í ísskápnum og mjólkin í kommóðunni. Næði ég að komast í gegnum daginn án þess að valda öðrum alvarlegum skaða var það mikill persónulegur sigur. Sofum betur mun vísa þér veginn að framtíðarlausn á þeim alvarlega vanda að fá ekki nægan svefn. …
Notaðu ráðin í þessari bók, öll fimmtíu og tvö, til að tryggja þér hollan nætursvefn. Þá kemur þú fleiru í verk, færð sjaldnar kvef og ástarsambandið batnar … hver veit, ef til vill færist líka fjör í kynlífið? (heimild: bakhlið bókarinnar).
Ástand: gott bæði innsíður og kápa.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.