Snorri á Húsafelli – saga frá 18. öld

Höfundur þessarar bókar hefur lagt í þriggja alda ferð aftur í tímann, til að rannsaka og túlka sögulegar heimildir. Textinn opnar dyr inn í öld sem lá í landi fyrir um það bil 250 árum. Misjafnt litróf mannlífsins verður sýnilegt.

Líf Snorra Björnssonar varpar ljósi á magnaða þætti á skeiði sem hefur álitið tímabil endalausra harðinda og niðurlægingar. Kringum Snorra eru miklar heimildir þar sem hann er embættismaður, rímnaskáld og sálmaskáld, höfundur fyrsta leikrits á íslensku, náttúrufræðingur, áhugamaður um hið yfirnáttúrulega og þjóðsagnapersóna. Við fylgjumst með Snorra vaxa upp, frá því fjandinn er særður úr honum dagsgömlum í Melakirkju.

Sem í skáldsögu horfir höfundur þessa verks, Þórunn Jarla Valdimarsdóttir, í gegnum sjónpípu heimildanna. Hún lýsir því hvernig fólkið sér stórtíðindi aldarinnar, í stað þess að greina frá þeim úr kaldri og yfirvegaðri sögulegri fjarlægð. Sjá má í Skálholti niðurlægða nýsveina í lokrekkjum, skólasveina engjast af kuldakrampa í skólahúsi, fá sér í pípu í göngunum og eta barinn fisk, smjör og drekka blöndu. Við sjáum þjónustur í Skálholti og forboðið kynlíf, nám og leiki. Á stúdentsárunum verður Snorri síðan hestasveinn og skrifari höfðingja, smiður og formaður á vertíð.

Við kynnumst lífinu í Aðalvík, þar sem Snorri bjó, og förum yfir mörk raunveruleikans yfir í þjóðsögurnar. Þar er að finna landahlaupara, hórdómsbrot, galdur, morð og manndráp, forboðna verslun og góðan félagsskap, hungurdauða og harðindi. Lokaþáttur söngunnar gerist á Húsafelli. Hinn fjölkunnugi Snorri hjálpar fólki að verjast draugum. Fólk úr þjóðsögunum finnst í skjölum og raunveruleikinn speglast í ósvífnum sögnum. Við verðum enn vitni að basli klerks og á upplýstu sviðinu má sjá stórtíðindi aldarinnar, nýjungarnar í Reykjavík, fjárkláðann ógurlega og móðuharðindin. Bókinni fylgir niðjatal Snorra.

Bókin Snorri á Húsafelli saga frá 18. öld er skipt í 5 hluta en samtals 45 kaflar, hlutarnir eru:

  • Uppvöxtur og skólaár (1710-1733)
  • Í þjónustu höfðingja (1733-1741)
  • Prestur í nafnkunnu harðindaplássi (1741-1757)
  • Andaútrekari og rímnaskáld – Húsafelli (1757-1803)
  • Rímur, náttúrufræði, leikrit

Ástand: gott bæði innsíður og kápuefni.

Snorri á Húsafelli saga frá 18 öld - Þórunn Valdimarsdóttir - Almenna bókafélagið 1989

kr.700

Ekki til á lager