Hrútafjarðará og Síká
Í bókinni er sagt frá veiðistöum í ánum og gefnar góðar ráðleggingar um veiðiaðferðir. Gerð er grein fyrir fiskinum í ánni, laxi og bleikju, þróun veiðinnar og fuglalífi. Lengsti kaflinn, þar sem farið er eftir bökkum ánna hyl frá hyl, er eftir Sverrir Hermannsson og er lýsing hans skilmerkileg og krydduð skemmtilegum veiðisögum. Hann leynir ekki hrifningu sinni af ánni eftir áratuga kynni, segir m.a.: „Hún býr yfir öllum þeim töfrum sem veiðimaður getur framast óskað sér og er vörðuð prýðilegum hyljum ogh strengjum af fjölbreyttusu gerð.“
Bókin er prýdd fjölda mynda frá veiðistöðum og bæjum í Hrútafirði en í lok hennar eru kort yfir báðar árnar þar sem veiðistaðir eru merktir inn á kortið. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Hrútafjarðará og Síká eru sex kaflar, þeir eru:
- Hrútafjarðará: Kvæði eftir Matthías Johannessen
- Hrútafjarðará og Síká: Sverrir Hermannsson
- Við Hrútu: Kvæði eftir Matthías Johannessen
- Ágrip af sögu Veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár: Gunnar Sæmundsson
- Brot úr sögu jarða við Hrútafjarðará og Síká: Gunnar Sæmundsson
- Laxfiskar og veiði í Hrútafjarðará: Sigurður Már Einarsson
Ástand: gott, bæði innsíður og kápa
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.