Fegurð Íslands og fornir sögurstaðir

William Gershom Collingwood hreifst ungur af Íslendingasögunum og árið 1897 lagði hann í einskonar pílagrímaferð á slóðir Íslendingasagna. Collingwood hafði lagt stund á málaralist frá ungum aldir og í Íslandsförinni málaði hann á þriðja hundrað vatnslitamyndir. Hann tók einnig fjölda ljósmynda og ritaði fjölskyldu sinni mörg sendibréf, þar sem hann lýsir landi og þjóð á raunsæjan og hlýlegan hátt. Collingwood ritaði síðan bók um för sína til Íslands. Hann nefndi bókina Pílagrímsferð til sögustaðar, en sú bók hefur aldrei komið út á íslensku, hins vegar birtist í þessari bók, sem hlotið hefur nafnið Fegurð Íslands og fornir sögustaðir, afrakstur ferðarinnar í máli og myndum. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Fegurð Íslands og fornir sögustaðir er í vandaðri öskju og eru fimm kaflar, þeir eru:

  • Fylgt úr hlaði
  • Með augum pílagríms
  • Ævi
    • Erlendir ferðamenn og myndir Collingwood
    • W.G. Collingwood. Ævi hans og starf
    • Íslandsför 1897
    • Skrá yfir helstu ritverk W.G. Collingwood
  • Bréf
    • Inngangur
    • William Gershorm Collingwood 1854-1932. English summary
    • William Gershorm Collingwood 1854-1932. Zusammenfassung
  • Myndir
  • Nafnaskrá
    • Mannanöfn
    • Staðir
    • Heimildarmenn

Ástand:  vel með farin bæði innsíður og kápa.

Fegurð Íslands og fornir sögustaðir - WC Collingwoods 1897

kr.6.500

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,2 kg
Ummál 22 × 4 × 26 cm
Blaðsíður:

324 +myndir +ritsýni +skrá yfir helstu ritverk W.G. Collingwoods: bls. 52-54+ zusammenfassung: bls. 145-147 +nafnaskrár: bls. 314-324

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni og í öskju

Útgefandi:

Örn og Örlygur

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1988

Íslensk þýðing

Haraldur Hannesson (þýddi sendibréf)

Höfundur:

Haraldur Hannesson (ritaði eftirmála og samdi skýringar við sendibréf Collingwood), W.G Collingwood