Vötnin stríð – Saga Skeiðarárhlaupa og Grímsvatnagosa

Sigurður Þórarinsson er vafalítið kunnastur allra íslenzkra jarðfræðinga sem nú eru starfandi. Hann er afkastamikill höfundur í vísindagrein sinni og ritar ljóst og lipurt mál. Í þessu nýja verki hefur hann dregið saman geysimikinn fróðleik, jafnt sögulegan sem jarðvísindalegan, um Grímsvötn, Grænalón og hlaup á Skeiðarársandi. Er efninu skipt niður í rétta tímaröð, þannig að lesandinn fær mjög glöggt yfirlit yfir gos og hlaup á þessum slóðum allt frá því sögur hefjast og fram til 1972. Að síðustu birtir höfundur annál Grímsvatnagosa og Skeiðarárhlaupa, svo og ýmsar vísindalegar ályktanir varðandi viðfangsefnið. Mikill fjöldi ljósmynda, korta og annarra skýringamynda prýðir bókina, einnig átta litmyndasíður. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Vötnin stríð – Saga Skeiðarárhlaupa og Grímsvatnagosa eru 6 kaflar, þeir eru:

  • Nafnið Grímsvötn og saga Grímsvatnarannsókna
  • Landfræðilegt yfirlit
  • Gos og hlaup fyrir 1800
  • Gos og hlaup 1800-1900
  • Gos og hlaup 1900-1972
  • Ýmsar ályktanir varðandi Grímsvötn og Skeiðarárhlaup

Ástand: gott

Vötnin stríð saga Skeiðarárhlaupa og Grímsvatnagosa - Sigurður Þórarinson

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,750 kg
Ummál 17 × 3 × 24 cm
Blaðsíður:

254 +myndir +kort +línurit

ISBN

Ekkert

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Menningarsjóður

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1974

Hönnun:

Gísli B. Björnsson / Auglýsingastofan hf (kápuhönnun og útlitsteikningar)

Teikningar

Sigurþór Jakobsson

Höfundur:

Sigurður Þórarinsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Vötnin stríð, saga Skeiðarárhlaupa og Grímsvatnagosa – Uppseld”