Íslandseldar – eldvirkni á Íslandi í 10.000 ár
Íslandseldar. Í þessari viðamiklu og vönduðu bók er gerð grein fyrir eldvirkni á Íslandi undanfarin 10.000 ár eða á því tímabili sem nefnt er nútími í jarðsögunni.
Hér er í fysta sinn í einni bók fjallað um allar virkar eldstöðvar á landinu með úrvali mynda, skýringarmynda og korta. Eftir miklar rannsóknir, meðal annars á Kröflueldum, er ljóst að skipta má nútíma gosstöðvum á Íslandi í kerfi sen nefnd eru eldstöðvakerfi.
Höfundur bókarinnar er Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur, en hann byggir á upplýsingum frá fjölmörgum vísindamönnum, sem sérfróðir eru um einstakar eldstöðvar og svæði.
Í bókinni Íslandseldar eru um 200 ljósmyndir, sérunnar skýringarmyndir og kort, og er bókin öll litprentuð. Hvergi hefur verið til sparað að gera þetta forvitnilega efni um eitt mesta eldfjallaland heims sem aðgengilegast. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Íslandseldar, eldvirkni á Íslandi 10.000 ár eru 19 kaflar, þeir eru:
- Formáli: Rit um jarðeldinn og landið
- Inngangur: Eldur úr iðrum jarðar
- Krafla, Gjástykki og Mývatnssveit: Óvænt og lærdómsrók umbrot
- Askja í Ódáðahrauni: Ættmæðir allra askjanna
- Fremri-Námur og Þeistareykir: Í skugga þeirra þekktu
- Kverkfjöll: Umbrot fyrir aldarfjórðungi
- Grímsvötn, Lakagígar og Þórðarhyrna: Eitt virkasta gossvæðið
- Bárðarbunga, Duyngjuháls og Veiðivötn: Lengsta sprunguþyrpingin
- Torfajökull: Víðáttumesta háhitasvæðið
- Hekla og Vatnafjöll: Drottningin og undirsátinn
- Tindafjöll: Hamfaragos fyrir löngu
- Öræfajökull og Eyjafallajökkull: Eldurinn vakir undir ísnum
- Katla og Eldgjá: Vatnsflóð og hraunflæmi
- Eldstöðvakerfi í sjó: Eyjar úr hafi
- Reykjanesskagi: Glugginn að hryggnum
- Grímsneseldar: Fyrirboði frekari eldvirkni
- Langijökull: Lítt þekktar eldstöðvar
- Hofjökull, Kerlingarfjöll og Tungnafellsjökull: Síðfundnar öskjur
- Eldvirkni á Snæfellsnesi: Jökull, kúlur, borgir og brók
- Til hliðsjónar: Skýringar á hugtökum
- Eldsumbrot á okkar öld: Gos á fárra ára fresti
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.