Siðfræði – Páll Skúlason
Í fyrsta hluta bókarinnar vakir fyrir höfundi að skýra nokkur frumatriði siðferðisins eins og það blasir við honum og að greina erfiðleika sem hann telur steðja að siðferði okkar. Í örðum hluta leitast hann við að skýra nokkur frumatriði siðfræðinnar og að varpa ljósi á vandkvæði hennar sem sjálfstæðrar fræðigreinar. Í þriðja hluta bókarinnar er glímt við gátu siðferðisins eins og það horfir við einstaklingi sem finnur sig knúinn til að taka ákvarðarni á siðferðilegum forsendum. Slíkar forsendur birtast í mynd siðaboða og þessi hluti er því hugsaður sem tilraun til að nálgast og greina frumforsendur þeirra. Þar er stuðst við ákveðnar siðferðishugmyndir sem skýrðar eru í fyrsta hluta og tekið mið af þeirri hugmynd um siðfræði sem skýrð er í öðrum hluta. Höfuðverkefni þriðja hlutans er að leita svara við spurningunni á hvaða forsendum unnt er að taka siðferðilegar ákvarðanir.. (Heimild: bakhluti bókarinnar)
Bók þess er 1. útgáfa
Bókin Siðfræði er skipt niður í þrjá hluta samtals 17 kafla + Eftirmáli, þeir eru:
I Siðferði, gildismat og erfiðleikar
- Að skoða og ræða siðferði
- Heimurinn sem uppspretta gæða
- Siðferðisgæði
- Erfiðleikar
II Hvað er siðfræði?
- Almenn atriði um siðfræði og siðferði: viðhorf og fordóma
- Siðfræðin sem fræðigrein
- Siðfræðin og siðferðileg þekking
III Ákvarðanir og siðaboð
- Ákvarðanir og frelsi
- Ákvarðanir og siðferðileg breytni
- Skyldur og siðaboð
- Siðaboð og siðareglur
- Samviska og siðaboð
- Ákvarðanir og samviska
- Skuldbindingar og ákvarðanir
- Skyldur og skuldbindingar
- Styrkur og takmarkanir kenninganna
- Siðboð og forsendur ákvörðunar
Niðurlag
Eftirmáli
- Viðauki: Afstaða mannsins til náttúrunnar
- Eftirmálsgreinar
- Æfingar
- Orðskýringar
- Ýmis rit og greinar um siðfræði á íslensku
- Erlend ritaskrá
- Nafna- og atriðisorðaskrá
Ástand: gott, bæði innsíður og kápa
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.