Marco Polo
Ævintýramenn og landkönnuðir
Heimsmynd okkar hefur stöðugt verið að breytast og þekking að aukast. Það er ekki síst að þakka hópi ævintýramanna og ofurhuga sem dreymdi um að komast út fyrir eigin túngarð og höfðu dug til þess að láta draum sinn rætast..
Ævintýralegar sagnir af ferðum margra landkönnuða hafa sem betur fer varðveist og nú hafa nokkrar þeirra verið endursagðar og ríkulega myndskreyttar í bókaflokknum Ævintýramenn og landkönnuðir. Þetta eru fróðlegar og skemmtilegar bækur sem segja frá ferðum þekktra manna meðal framandi þjóða. Útgáfan sem ætluð er stálpuðum börnum er sérlega vönduð, í öllum bókunum eru skýringarkort, orðskýringar, tímatal og atriðisorðaskrá.
Marco Polo ferðaðist á síðari helmingi, 13. aldar, fyrstur Evrópumanna, um Kína, Mongólíu og Tíbet. Hann dvaldi við hirð stórkansins í Tíbet og fó í áhættusama leiðangra fyrir hann. Hér er sagt frá siðum og venjum þessara fornu menningarþjóða og stórbrotinni ævi Marcos (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Marco Polo – ævintýramenn og landkönnuðir eru 13 kaflar +viðauki, þeir eru:
- Stórveldi Mongóla
- Austur á bóginn
- Árás ræningja!
- „Þak heimsins“
- Yfir Góbíeyðimörkina
- Við hirð Stórkansins
- Furður Kaþei
- Land musteranna
- Tönn Búddha
- Með perluköfurum á Indlandi
- Sjóleiðin til baka
- Ferðalangarnir snúa heim
- Marco „milljón“ sigir sögu sína
- Viðauki
- Orðaskýringar
- Tímatal
- Atriðisorðaskrá
Ástand: gott, ekkert krot né nafnamerking
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.