Veldu flugu
Fluguveiðibók Péturs í Laxárnesi
Pétur Steingrímsson er alinn upp á bökkum Laxár í Aðaldal, hefur verið þar leiðsögumaður um þriggja áratuga skeið og veitt á flugu frá barnsaldir. Hann er því einn reyndasti fluguveiðimaður landsins. En hann er líka kunnur langt út fyrir landsteinana fyrir veiðiflugur sínar sem margar eru sannkölluð listaverk.
Í Veldu flugu leiðbeinir Pétur um gerð á þriðja hundrað veiðiflugna og lýkur upp gríðarlegri fróðleiksnámu um allt sem vert er að vita um þessa miklu list.
Lesendur mun ekki síður kætast yfir óborganlegum sögum Péturs af veiðum á bökkum Laxár sem skrifaðar eru af sjaldgæfri íþrótt á ósvikinni íslensku. Jafnframt rekur Pétur sögu árinnar og vatnasviðs hennar og greinir frá baráttu sinni og sveitunga sinna gegn hvers konar náttúruspjöllum, hvort sem það eru ormaveiðar, fiskeldi eða stíflugerð. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Veldu flugu er skipt niður í 4 hluta sem hver um sig hefur undirkafla, þeir eru:
- 1. hluti – Flugur og fluguveiði
- Hvers vegna flugur?
- Laxá í Aðaldal – drottning íslenskra fallvatna
- Flugutegundir
- 2. hluti – Efni og áhöld
- Verkfæri
- Villti laxastofninn
- Önglar
- Veitt í Laxá
- Hár
- Laxakisturnar
- Fjaðrir
- Fyrstu fluguveiðimennirnir á Íslandi
- Ýmis efni í fluguboli
- Mývatn
- Fluguhnýtingarþráður og túbuefni
- 3. hluti – Hárflugur
- Fyrsta flugan
- Veitt á gráa Hairy Mary
- Fjaðrir í stél og skegg
- Staðið í ströngu
- Flugur með kraga og bolskeggi
- Happaflugan Bill Young
- Fiðrildi
- Faratálminn Laxá
- Straumflugur úr hári
- Laxárdeilan
- Sígildar hárflugur
- Læknirinn aflasæli
- Langflugur
- Krígerið
- Töfraspeglar
- „Þetta er hreinasta galdraverkfæri“
- Skottur
- Heimsins bestu vöðlur
- Túbur
- „Nú skal ég launa þér fyrir að drepa laxinn í fyrra“
- Leggir
- 4. hluti – Fjaðraflugur
- Rækjur
- Kraftaverkið
- Lirfur
- Svo er margt sinnið sem skinnið
- Dee-flugur
- Knútsstaðaveiðin
- Spey-flugur
- Óhappið á Laxatanga
- Meðferð fjaðra
- Stundum brotna stangirnar
- Flugur með blönduðum vængjum
- Stóri laxinn
- Flugur með byggðum vængjum
- Nes í Aðaldal
- Flugur með vængi úr heilum fjöðrum
- Laxinn sem aldrei gleymist
- Fáeinar flugur sem bókarhöfundur hefur hannað sérstaklega fyrir Laxá í Aðaldal
- Auka:
- Lokaorð
- Nokkur helsut heimildarrit
- Flugur í bókinni
- Fáein ensk og íslensk heiti
Ástand: mjög gott, bæði innsíður og kápa
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.