Tré og runnar á Íslandi
Íslensk náttúra I
Þessi bók er um tré og runna á Íslandi, sögu þeirra og heimkynni ásamt leiðbeiningum um ræktum og hirðingu. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur haft frumkvæði að gerð þessarar bókar. Höfundurinn hefur verið græðireitsstjóri félagsins í mörg undanfarin ár og kynnst vandkvæðum garðeigenda. Þá er hann kunnur fyrir mjög vandaða sjónvarpsþætti um skógrækt.
Bókin opnar fólki í raun nýjan heim því í henni eru ýtarlegar lýsingar fjöldi mynda og greiningarlyklar sem lýsa alls rúmlega 500 tegundum og afbrigðum trjáa og runna, sem er að finna hérlendis, auk tegunda sem vaxa í nágrannalöndunum. Á þriðja hundrað myndir og teikningar prýða bókina, þar á meðal fjöldi litmynda teknar af Vilhjálmi Sigtryggssyni framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Latnesk plöntuheiti eru þýdd á íslensku og skýrð eru helstu fræðiorð grasafræðinga. (Heimild: Bakhlið bókarinnar).
Bókin Tré og runnar á Íslandi eru 7 kafla, þeir eru:
- Myndir
 - Tré og runnar. Leiðbeiningar um ræktun og meðferð
- Um jarðveg
 - Áburður
 - Um gróðursetningu
 - Um limgerði
 - Grisjun, klipping
 - Hirðing
 
 - Orðaskýringar
 - Tré og runnar. Heimkynni, lýsing, ræktun
- Berfrævingar – Gymnospermae
 - Dulfrævingar – Angiospermae
 
 - Skýring og þýðing plöntuheita
 - Heimildaskrá
 - Íslensk plöntuheiti
 - Latnesk plöntuheiti
 
Ástand: gott








Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.