Það reddast
Sveinn Sigurbjarnarson ævintýramaður á Eskifirði lítur um öxl
Hann hefur þvælst um fjöll og firnindi, láglendi og hálendi með hundruð eða þúsundir ferðamanna. Hann er sagður áræðinn, jafnvel bíræfinn, heppinn, jafnvel kaldur. Hann fer út í vetrarbyl á stutterma skyrtu og kafar í jökulár á nærhaldinu einu saman. Ævintýramaðurinn og þjóðsagnapersónan Sveinn Sigurbjarnarson á Eskifirði rifjar hér upp minningabrot frá liðinni ævi með aðstoð nokkurra samferðamanna. Minningar sem lúta að fjölbreyttum ferðalögum innanlands og utan, fyrirtækjarekstri, fjölskyldunni og heimilinu, atvinnuþróun og umhverfismálum og er þá fátt eitt nefnt. (Heimild: Bókatíðindi)
Bókin Það reddast eru 13 kaflar og undirkaflar, þeir eru:
- Á Fljótsdalshéraði
- Bernskan og átthagarnir
- Umglingur við nám og störf
- Á leið til fullorðinsára
- Fyrirtækisrekstur
- Rútuútgerð og ferðaþjónusta
- Jöklarannsóknir
- Lystitúrar með Tanna
- Utanlandsferðir
- Björgunaraðgerðir
- Slys og óhöpp
- Álver
- Verkjun og Vatnajökulsþjóðgarður
- Viðauki
- Heimildir
- Mannanöfn
Ástand: gott, bæði innsíður og kápa, ef frá er talið rif á blaðsíðu á bls. 145
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.