Tarzan keppir við dýrin
Tarzan er sprækur strákur, uppalinn meðal apanna í frumskóginum. Þar er alltaf eitthvað að gerast og líf og fjör alla daga. Dag nokkurn fara Tarzan og vinir hans í dálitla íþróttakeppni, sé til gamans. Þá kemur í ljós að sumir eru miklu sterkari og fljótari en aðrir! (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Tarzan (stundum ritað Tarsan á íslensku) er sögupersóna sem upprunnin er úr ævintýrasögum bandaríska rithöfundarins Edgar Rice Burroughs. Persónan birtist fyrst í skáldsögunni Tarzan of the Apes, sem var birt í tímaritinu The All-Story árið 1912 og var gefin út í bókarformi árið 1914. Ævintýri Tarzans náðu miklum vinsældum og Burroughs hélt því áfram að skrifa sögur um hann allt fram á fimmta áratuginn. Alls skrifaði Burroughs 26 sögur um Tarzan.
Ástand: gott