Sveitin mín – Kópavogur
Frásagnir bekkjarsystkina
Meginhluti bókarinnar eru frásagnir fyrstu nemenda Kópavogsskóla, samtals nítján manns sem voru flestir í skólnum frá stofnun hans 20. október 1945 og þar til skyldunámi lauk fimm árum síðar. Fjórir af eldri kynslóðinni segja líka frá en þeir tengjast nítjánmenningunum með ýmsu móti. Auk skólasögunnar hefur bókin að geyma mikinn fróðleik um upphaf þéttbýlismyndunar í Kópavogi og sérstakur kafli er um Nýbýlaveg en þar var stundaður búskapur í meira en fjóra áratugi. Þetta er fróðleg bók og spennandi. Hún segir sögu fólksins sem byggði Kópavog í upphafi. (Heimild: Bókatíðindi)
Bókin Sveitin mín – Kópavogur er skipt í fjóra hluta, + viðauki, þeir eru:
- 1. hluti – Saga þjóðar
- 2. hluti – Býli og blettir við Nýbýlaveg
- 3. hluti – Við bekkjarsystkinin
- 4. hluti – Við landnemar
- Viðauki
- Heimildaskrá
- Myndaskrá
- Nafnaskrá
- Fylgiskjöl
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.