Svanur og jólin
Svanur er niðrí bæ að fást við lífshættulegt verkefni. Hann ætlar að kaupa jólagjöf handa Soffíu. Stelpudót! Það er reyndar eins gott að það skuli vera hægt að finna sér eitthvað að gera þegar það er heil eilífð til jóla. Jólaleikritið sem bekkurinn setur upp er heldur ekki svo galið þegar maður þarf að gera eitthvað til að láta tímann líða. Bæði leikendur og áhorfendur skemmta sér konunglega! Svanur fékk að vísu ekki draumahlutverkið sitt en hann stendur sig vel í hlutverki afturendans á asnanum!
Svo kemur Lúsíuhátíðin. Helst hefði Svanur sjálfur viljað fá að leika Lúsíu…
Einn daginn er svo komið að því að baka piparkökur og búa til jólasælgæti. Þá fyrst verður allt vitlaust á heimili Anderssonfjölskyldunnar. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott