Súkkulaði það besta frá Nóa-Síríus
Í rúman áratug hefur Nói-Síríus sent á hverju hausti frá sér uppskriftabækling sem Íslendingar hafa tekið sérstöku ástfóstri við. Kökubæklingurinn hefur lyft andanum á köldum vetrardögum þegar súkkulaðikaka eða konfektmoli er einmitt það sem þörf er á til að sjá tilveruna í bjartara ljósi. Hér hefur Marentza Poulsen safnað saman bestu uppskriftunum, sett þær í nýjan búning og bætt við fleirum í einni glæsilegustu uppskriftabók sem komið hefur út hér á landi og Gísli Egill Hrafnsson ljósmyndaði dýrðina. Ómótstæðilegar freistingar úr silkimjúku súkkulaði bíða nú þess eins að fá að bráðna í munni. Njótið vel!
Bókin Súkkulaði það besta frá Nóa-Síríus er skipt niður í 8 kafla, þeir eru:
- Kökubæklingur á sparifötum
- Um súkkulaði
- Konfekt
- Tertur
- Smákökur
- Skúffur
- Eftirréttir
- Uppskriftir
Ástand: Vel með farin