Stórir brúnir vængir og fleiri sögur
Stórir brúnir vængir er fyrsta lausamálsbók Sveinbjörns I. Baldvinssonar. Áður hefur hann sent frá sér þrjár ljóðabækur og eina ljóðsögu á hljómplötu, skrifað sjónvarpsleikrit og kvikmyndahandrit.
Í þessari bók eru fimm sögur:
Stórir brúnir vængir. Miðaldramaður sem lifað hefur tíðindalitla ævi fær skyndilega alvarlegar fréttir. Við það breytist heimur hans.
Hitt augað. Ungur drengur liggur á spítala og bíður eftir alvarlegri aðgerð. Hann notar tímann áður en hann fer undir hnífinn til að senda vini sínum kveðju.
Æfing. Frásögn manns sem er staddur á sviði í torkennilegu leikhúsi. Ein spurningin er þessi: Hvort er þetta æfing eða sýning?
Stjörnur Cesars. Gamall maður og ungur drengur hittast um kvöld í nýbyggðu úthverfi. Sá gamli er að grafa holu í jörðina.
Icemaster. Risavaxinn amerískur ísskápur gegnir lykilhlutverki, þegar áður ókunn fortíð vitjar manns sem alist hefur upp án föður síns. Fyrir þessa sögu hlaut höfundurinn fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni Listahátíðar 1986. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott, innsíður og hlíðfðarkápa góð
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.