Stóra orðabókin um íslenska málnotkun

Rafræn útgáfa á geisladiski fylgir bókinni

Meðal helstu hlutverka orðabóka er að vera notendum til leiðsagnar um orðaval í ræðu og riti og efnisskipan Stóru orðabókarinnar tryggir fjölþættari og virkari aðgang að slíku efni en í sambærilegum verkum. Hún sameinar í einu verki alhliða lýsingu á íslenskri málnotkn, þar sem orðin birtast í margs konar notkunarsamhengi, svo sem í orðasamböndum af ólíku tagi og samsetningum. Bókin skiptist í tvo meginhluta, annars vegar er sjálf orðabókarlýsingin með rösklega 13.000 flettiorðum, en hins vegar er sjálfstæð skrá um öll orðasambönd í orðabókartextanum, um 85.000 talsins. Aftast í bókinni er svo að finna lykilorðaskrár með enskum, dönskum og þýskum samsvörunum íslensku hugtakaheitanna sem greiða erlendum notendum leið að efni bókarinnar. Bókinni fylgir rafræn útgáfa á geisladiski sem býður upp á margvíslega leitarmöguleika sem ekki eru fyrir hendi í prentaðri orðabók. (Heimild: Bókatíðindi)

Bókin Stóra orðabókin um íslenska málnotkun eru 8 kaflar, þeir eru:

  • Formáli
  • Inngangur
    • Lýsing á orðanotkun, hlutverk orðabókarinnar
    • Tilurð orðabókarinnar og efniviður
    • Heildarskipan orðabókarinnar
    • Flettur og meginskipan í orðaókarlýsingunni
    • Innskipan
    • Tegundir og staða orðasambanda
    • Framsetning og efnisþættir
    • Orða- og orðasambandaskrá
    • Dönsk, ensk og þýsk hugtakaheitaskrá
    • Rafræn orðaók á geisladiski
  • Orðaókarlýsing a-ð
  • Orða- og orðasambandaskrá
  • Íslensk hugtakaheiti
  • Dönsk hugtakaheiti
  • Ensk hugtakaheiti
  • Þýsk hugtakaheiti

Ástand: innsíður góðar og bókbandsefnið gott

ATH! með bókinni fylgir geisladiskur

Stóra orðabókin um íslenska málnotkun - Jón Hilmar Jónsson - JPV útgáfa 2005

kr.8.500

1 á lager

Vörunúmer: 8503244 Flokkar: , Merkimiðar: , , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 4,3 kg
Ummál 22 × 7 × 28 cm
Blaðsíður:

xxx, 1562 +geisladiskur +hugtakaheiti á íslensku, dönsku, þýsku og ensku s. 1549-1562

ISBN

9789979791268

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

JPV útgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2005

Hönnun:

Jón Ásgeir Hreinsson (kápuhönnun)

Höfundur:

Jón Hilmar Jónsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Stóra orðabókin um íslenska málnotkun”