Sögur – Gestur Pálsson

Gestur Pálsson (25. september 1852 – 19. ágúst 1891) var íslenskur rithöfundur sem dó í Vesturheimi. Hann var einn af fjórmenningunum sem gáfu út tímaritið Verðandi og voru kenndir við það og nefndir Verðandimenn.

Gestur fæddist á Miðhúsum í Reykhólasveit í Barðastrandarsýslu. Hann varð stúdent úr Lærða skólanum árið 1875 og hélt síðan til  Kaupmannahafnar, þar sem hann nam guðfræði við Hafnarháskóla um tveggja ára skeið en hvarf frá námi án þess að ljúka prófi. Hann kom svo heim, dvaldi í eitt ár á heimaslóðum í Reykhólasveit og trúlofaðist þar stúlku en hélt síðan aftur til Kaupmannahafnar að ljúka námi. En nokkru eftir að þangað kom fékk hann bréf frá unnustu sinni, sem sleit trúlofuninni. Varð honum mikið um það og smátt og smátt flosnaði hann aftur upp úr námi.

Sveinn Skorri Höskuldsson sá um útgáfuna og þessi útgáfa kom út árið 1970 hjá Almenna bókafélaginu. Í bókinni eru 9 sögur, þær eru:

  • Inngangur / Sveinn Skorri Höskuldsson: bls. 7-20
  • Kærleiksheimilið
  • Hans Vöggur
  • Uppreisnin á Brekku
  • Skjóni
  • Sveitasæla
  • Sagan af Sigurði formanni
  • Grímur kaupmaður deyr
  • Tilhugalíf
  • Vordraumur
  • Eftirmáli og athugasemdir / Sveinn Skorri Höskuldsson bls. 233-239

Ástand: gott bæði innsíður og kápa

Sögur - Gestur Pálsson - Almenna bókafélagið

kr.1.900

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,290 kg
Ummál 12 × 2 × 19 cm
Blaðsíður:

239

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni án hlífðarkápu

Útgefandi:

Almenna bókafélagið

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1970

Hönnun:

Hafsteinn Guðmundsson (útlit)

Höfundur:

Gestur Pálsson, Sveinn Skorri Höskuldsson (sá um útgáfuna)

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Sögur – Gestur Pálsson”