Sindbað sæfari

Disney ævintýri sem byggir á sögupersónu frá Mið-Austurlöndum

Sindbað sæfari eða Sindbað farmaður (arabíska: السندباد البحري ‎‎ as-Sindibādu al-Baḥriyy) er sögupersóna í sagnabálki frá Mið-Austurlöndum sem segir frá ferðum hans um Indlandshaf þar sem hann hittir fyrir töfraeyjar, skrýmsli og önnur yfirnáttúruleg fyrirbæri. Í sögunum kemur fram að Sindbað er kaupmaður frá Bagdad og er uppi á valdatíð Abbasídakalífans Harun al-Rashid (786-809). Þessum sögum var bætt við sagnasafnið Þúsund og eina nótt fremur seint. Þær koma ekki fyrir í elstu handritum ritsins en er að finna sem sjálfstæðan sagnabálk í söfnum frá 17. og 18. öld. Elsta dæmið um sögurnar í Þúsund og einni nótt er að finna í tyrknesku handriti frá 1637. Fyrirmyndir að sögunum er að finna í mörgum eldri egypskum, grískum og arabískum ritum.

Sögurnar eru sjö talsins og eru inni í rammafrásögn þar sem Sindbað sæfari segir Sindbað eða Hindbað burðarmanni frá sjö sjóferðum sínum. Í öll skiptin verður hann skipreika og lendir í ævintýrum í framandi löndum.

Mikill fjöldi kvikmynda og teiknimynda hefur verið gerður eftir sögunum. Meðal þeirra þekktustu er þríleikurinn Sindbað sæfari (The 7th Voyage of Sinbad, 1958), Sindbað og sæfararnir (The Golden Voyage of Sinbad, 1974) og Sindbað og tígrisaugað (Sinbad and the Eye of the Tiger, 1977) sem allar notast við stopmotion hreyfimyndatækni eftir Ray Harryhausen. (Heimild: WikePedia)

Ástand: gott

Sinbað sæfari - Disneybók

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,192 kg
Ummál 16,5 × 0,7 × 24 cm
Blaðsíður:

41 +myndir

ISBN

9979201398

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Heitir á frummáli

Sindbad søfareren

Útgefandi:

Vaka-Helgafell

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1993

Íslensk þýðing

Sigrún Árnadóttir

Höfundur:

Walt Disney