Seiðandi saltfiskur og þorskréttir þjóðanna
70 ljúffengir réttir frá veitingahúsum og heimilum á Íslandi
Matreiðslubók þar sem 44 kokkar framreiða rétti fjölmargra þjóða í veitinga- og heimahúsum á Íslandi. Yfir 70 uppskriftir á saltfiski, nýjum þorski o.fl. Litmyndir af réttum, fólki og stemmningu. Hér elda t.d. Rúnar Marvins – Við Tjörnina, Úlfar á Þrem Frökkum, Ingibjörg á Mensu, Unnur Ása – Við fjöruborðið, Jakob á Horninu, Francois Fons, Leifur á La Primavera, Sigurður í Apótekinu, Hassan á J.L. Mávi, Haffi í Súkkat, Emil á Tapasbarnum og Feng Jiang á Sticks & sushi. Heima elda m.a. Guðmundur Páll Ólafsson, María Ellingsen, Tómas R. Einarsson, Benedikte frá Grænlandi og Ana Maria frá Angóla auk 27 annarra kokka, lærðra og leikra. (Heimild: Bókatíðindi)
Bókin Seiðandi saltfiskur og þorskréttir þjóðanna er skiptn niður eftir höfundum réttanna
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.