Saga Reyðarfjarðar 1883-2003
Saga Reyðarfjarðar síðar hluti, bókin er í 14 köflum. Sagan hefst á Reyðarfjarðarhreppi hinum forna, skiptingu hans í þrjú sveitarfélög, stöfum hreppanna og skyldum þeirra. Kafli er um sögu Búðareyrar. Gengið er um gamlar slóðir og þar næst lýst hinu gróskumikla Wathne-tímabili 1883-1905, en þá er grundvöllurinn lagður að þorpsmynd.
Síðan koma önnur fyrirtæki í sjávarútgegi og verslun um og fyrir aldamótin 1900, svo sem Rolf Johansen, Kaupfélag Héraðsbúa og margt fleira. Ritað er um samgöngubyltinguna, sjávarútveg síðari tíma með skipaskrá. Þá koma félags- og menningarmál, fólk og fyrirtæki, Póstur og sími og langur kafli um hernámsárin 1940-1945. Alllangur kafli er um kirkjumál og sérstakri áherslu á stofnun og störf fyrstu fríkirkjunnar á Íslandi. Viðtöl eru við nokkra Reyðfirðinga. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Saga Reyðarfjarðar 1883-2003 er skipt niður í 14 kafla, þeir eru:
- Landnám í Reyðarfirði
- Hrepparnir og skipting þeirra 1874-1998
- Búðareyri við Reyðarfjörð
- Gengið um gamla slóðir
- Wathne-tímabilið 1883-1905
- Tímabilið frá 1905-1939
- Samgöngur, Bílaöld gengur í garð
- Sjávarútvegur
- Félagssamtök
- Fólk og fyrirtæki
- Póstur og sími
- Hernámsárin á Reyðarfirði 1940-1945
- Kirkjumál
- Opinberar stofnanir
- Viðtöl
- Viðauki
- Ferðalok
- Mannanefnaskrá
- Heimildir
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.