Saga Keflavíkur 1890-1920
Saga Keflavíkur – 2. bindi er skráð af Bjarna Guðmarssyni sagnfræðingi. Sagan hefst á árinu 1890 og lýkur árið 1920.
Saga Keflavíkur 1890-1920. Aldamótaárin eru eitthvert fjörugast umbrotatímabil Íslandssögunnar. Sannkölluð atvinnu- og lífskjarabylting átti sér stað í landinu og allt var á hverfanda hveli. Fjölmargir þéttbýlisstaðir komust á legg á þessum árum. Þar á meðal var Keflavíkurkauptún, sem tyóm miklum stakkaskiptum.
Í þessu bindi Sögu Keflavíkur er rakin byggðaþróun í þorpinu fram til um 1920. Dregin er upp mynd af atvinnulífi, húsbyggingum, heimilisháttum, lífskjörum, skólamálum, sveitarstjórn og félags- og menningarlífi í kauptúninu, svo fátt eitt sé nefnt
Þetta er saga fólksins, sem lagði grunn að Keflavík númtímans, rakin í lifandi og skemmtilegri frásögn. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda og skýringarmynda. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Saga Keflavíkur 1890-1920 er skipt niður í 17 kafla + viðauka, þeir eru:
- Dagur við ský
- Næsti viðkomustaður: Keflavík
- Á stjáki um sögusviðið
- Fólksfjölgun og húsbyggingar
- Heima er best
- Af langviðri og launaþjarki
- Í kröppum sjó
- Mb. Júlíus á leið á miðin
- Selstöðulok
- Grossérar og minni spámenn
- Heilbrigðismál
- Kirkja rís í Keflavík
- Leikur að læra
- Baráttan við Bakkus
- „Ó, herra guð, sú ánægja!“
- Sjálfstætt kauptún
- Braghlé
- Viðauki:
- Nokkrir áfangar í sögu Keflavíkur 1890-1920
- Myndaskrá
- Tilvísanaskrá
- Heimildaskrá
- Nafnaskrá
Ástand: gott.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.