Saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu I. bindi
Með sverðið í annarri hendi og plóginn í hinni
Umhverfis Jónas frá Hriflu ríkti aldrei logn, aldrei friður. Hann var dáður og hataður, dýrkaður og dæmdur, brautryðjandi og afturhaldsmaður, ráðgáta og opin bók, stór í sniðum og ógleymanlegur öllum sem honum kynntust; maður sem markaði dýpri spor í sögu þjóðar sinnar en flestir samtíðarmenn.
Í þessu mikla verki rekur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur mótunarsögu Jónasar á lifandi og gagnrýninn hátt og svarar mörgum spurningum um hann og samtíð hans. Hann styðst við fjölda áður óbirtra heimilda þar sem Jónas kemur við sögur, m.a. sendibréf hans og annarra. Þar kemur margt fram sem ekki var áður vitað um þroskaár Jónasar, áhrifavalda í lífi hans og afskipti hans af íslenskum stjórnmálum og þjóðmálum á umbrotatíma sjálfstæðisbaráttunnar, og þar sést hvernig Jónas þjálfaðist í þeirri liust að stýra samherjum og andstæðingum á taflborði mannlífsins.
Fyrst og fremst varpar bókin þó leiftrandi ljósi á líf Jónasar frá Hriflu,, hæfileika hans og bresti. Hér er dregin upp áþreifanleg og sönn mynd af umdeildum brautryðjanda og athafamanni, sem ætíð barðist af eldmóði fyrir því sem honum þótti horfa til framfara, en sást ekki alltaf fyrir. (Heimild: bakhlið bókarinnar)
Bókin Saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu eru 28 kaflar +viðauki, þeir eru:
- Hugsjónamaður kemur í bæinn
- Karlssonur úr koti
- Yfirstéttarskóla gefið langt nef
- Með Dönum
- Háskóli verkamanna í Oxford
- Heimurinn er kálfsskinn eitt
- Skinfaxaárin
- Skólamaðurinn
- Réttur og Georgisminn
- Garfað fyrir lýðinn
- Upphaf Framsóknarflokksins
- „Rasputin íslenskra stjórnmála“
- Tímaklíkan og Sambandið
- Foringjaskólinn í Sambandshúsinu
- Með sverðið í annarri hendinni og plóginn í hinni
- Kaupfélag Reykjavíkur
- Goðorð Gautanna fellur
- Landskjörið 1922: Einvígi Jónasar og Jóns Magnússonar
- Rósin eða afleggjarinn
- Djöfullinn í líki Björns Kristjánssonar
- Vargur í véum
- Reykjavíkurvald eða bændavald?
- Danski Moggi og Grímsbý-lýðurinn
- Ritdeila við Kristján Albertsson
- Maður sem fann ekki Ameríku
- Á Alþingi
- Maðurinn og heimilið
- Til valda
- Viðauki
- Tilvísanir
- Heimildaskrá
- Nafnaskrá
Ástand: gott.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.