Plöntur til híbýlaprýði
Fallegar plöntur eru ætið híbýlaprýði. Það færist stöðugt í vöxt að heimilum og á vinnustöðum að plöntur séu notaðar til að setja punktinnyfir i-ið, ef svo má segja, til að setja notalegan svip á húsakynnin. Plönturnar hafa verið færðar úr gluggakistunni inn í stofuna, úr birtunni og og út í horn. Það er því afar mikilvægt að val plantnanna sé vandað, lýsing rétt og umönnunin góð.
Í bókinni PLÖNTUR TIL HÍBÝLAPRÝÐI er fallað um það hvernig nota má plöntur sem húsbúnað. Hér eru ótal ráðleggingar varðandi val á plöntum eftir því hvar í stofunni eða skrifstofunni þær eiga að vera og um alla umhirðu þeirra og æskilegar aðstæður. Þá eru í bókinni nýstárelegar ábendingar og tillögur um fegrun heimilisins sem allir ættu að geta hagnýtt sér.
Þessi bók nýtist jafnt á heimilum og vinnustöðum. (heimild: bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.