Pétur Pan og Vanda

Ævintýrapersónan Pétur Pan varð til um 1898 þegar J.M. Barrie sagði nokkrum krökkum frá litlum dreng, sem vildi alls ekki verða fullorðinn. Hann strauk að heiman og bjó með álfum og dísum og fuglum meðal blómanna í Kensingtonlystigarðinum. Eftir því sem krakkarnir, sem J.M. Barrie sagði sögurnar, urðu eldri bætti hann fleiri spennandi þáttum inn í. Upp úr þessum sögum samdi hann leikritið Pétur Pan, sem er sígilt og fært upp í enskum leikhúsum á hverju einasta ári frá því að það kom fyrst á fjalirnar árið 1904. Pétur Pan er svo raunverulegur að stytta af honum stendur í Kensingtongarðinum í London. Sagan Pétur Pan og Vanda varð síðan til uppúr leikritinu og kom fyrst út 1911.

Ástand: innsíður góðar, kápa sæmileg en ekki slitin.
merkt inn á saurblað með litlu letri (fornafni).

kr.800

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,64 kg
Ummál 22 × 1,5 × 26 cm
Blaðsíður:

92

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Skjaldborg

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1988

Hönnun:

Anne Grahame Johnstone (myndskreyting)

Íslensk þýðing

Vilborg Dagbjartsdóttir

Höfundur:

J. M. Barrie's