Perlur í náttúru Íslands

Perlur í náttúru Íslands er stórglæsileg og eiguleg bók. Lifandi lýsing á náttúru landsins í máli og myndum.

Bókin er tvískipt. Fyrri hluti hennar er yfirlit um jarðsöguna og kenningar um hvernig Ísland reis úr sæ; hvernig landslag verður til, mótast og eyðist. Innganginum lýkur með kaflanum ,,Sambúð við landslag“, þar sem skoðað er hvernig náttúran og ásýnd landsins er samofin menningu þjóðarinnar.

Síðari og stærsti hluti verksins ,,Foldin fríð“, lýsir um 70 stöðum á landinu, frá fjöru til fjalla. Um staðina er ekki bara fjallað frá sjónarhorni náttúrufræði, heldur líka í tengslum við sögu þjóðarinnar. Bókin er því reisubók um fegurð landsins og hvatning til að kynnast því og umgangast það með þeirri virðingu sem því ber.

Skýringarmyndir, kort og glæsilegar ljósmyndir koma einstæðum töfrum landsins til skila í forkunnarfagurri bók.

Bókin Perlur í náttúru Íslands eru 10 kaflum, þeir eru:

  • Formáli og leiðbeiningar
  • Í upphafi
  • Jörðin og jarðskorpan
  • Ísland
  • Berg og jarðlög
  • Landið í mótun
  • Sambúð við landslag
  • Foldin fríða
  • Eftirmáli
  • Heimildir
  • Nafna- og atriðisorðaskrá

Ástand: Gott

Perlur í náttúru Íslands - Guðmundur Páll Ólafsson - Mál og menning 2013 (fyrsta útgáfa 1990)

kr.5.500

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 3,6 kg
Ummál 25 × 4 × 34 cm
Blaðsíður:

419 +myndir +kort +línurit +nöfn og atriðisorð meginmáls: bls. 410-419

ISBN

9789979301202

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Mál og menning

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2013 / 1990 (1. útgáfa)

Ljósmyndir:

Guðmundur Páll Ólafsson, Arnþór Garðarsson (et. al)

Höfundur:

Guðmundur Páll Ólafsson