Óskars saga Halldórssonar Íslandsbersi

Óskar Halldórsson var landsfrægur athafnamaður á sinni tíð og varð snemma þjóðsagnarpersóna í samtímanum sem manngerð. Hann var margir menn í einum og engum líkur. Af honum lifa enn sögur með núlifandi mönnum og hann varð fyrirmynd Laxness að sögunni um Íslandsbersa.

Hann var tákngervingur íslenzka síldarævintýrsins á þeim tíma, þegar þjóðin var að leita tækifæra til að reisa sig úr aldalangri kyrrstöðu. Hann var spekúlant spekúlantanna, varð fjórum sinnum gjaldþrota, en borgaði allar sínar skuldir.

Í þeirri sögu, sem hér er sögð, kynnist lesandinn Óskari Halldórssyni sem garðyrkjumanni, búfræðingi, lifrarbræðslumanni, síldarspekúlant, frumkvöðli að stofnun Síldarverksmiðja ríkisins, hafnargerðarmanni, skipamiðlara,útgerðarmanni, stjórnmálamanni og greinahöfundi, heimslystarmanni og meinlætamanni, eiginmanni, föður og elskhuga – og loks bregður fyrir í sögunni Íslandsbersa Laxness, sem hafinn var yfir stund og stað. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Óskars saga Halldórssonar Íslandsbersi eru 25 kaflar + viðauki, þeir eru:

  • Athafnaskáld fæðist grandalausum hjónum
  • Óskar segir frá
  • Ástríðufiskurinn
  • Spekúlantatíminn 1905-1936
  • Síldarspekúlantar og Siglufjarðarástarlíf
  • Veizlan mikla og hennar timburmenn
  • Ólíkir menn gera með sér félag
  • Árið, sem engum gleymdist
  • Sjaldan er ein báran stök
  • Alltaf má fá annað skip
  • Frægðarstykkið
  • Til hvers er að græða, ef maður hefur ekkert til að tapa á?
  • Á framsóknaröldinni
  • Hafskipabryggja í Kelfavík
  • Framboð, faxasíld og grænlandsútgerð
  • Leikurinn berst víða
  • Kona manns, móðir barna, andi heimilis
  • Stríðsárin – hagsaga
  • Stríðsárin – mannlífssaga
  • Stríðsárasaga Óskars
  • Íslandsbersi týnist í ástina
  • Svanasöngur Íslandsbersa
  • Maðurinn Óskar í nokkrum sögum
  • Þeir mæltu svo eftir hann
  • Hver var maðurinn?
  • Bókarauki
    • Ætt Óskars Halldórssonar
    • Ætt Guðrúnar Ólafsdóttur
    • Merkiskonan Guðríður Jakbobsdóttir
    • Börn Óskars og Guðrúnar og makar þeirra
    • Drög að ritskrá Óskars Halldórssonar

Ástand: gott

Óskars saga Halldórssonar Íslandsbersi - Ásgeir Jakobson

kr.1.600

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8502072 Flokkur: Merkimiðar: , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,950 kg
Ummál 16 × 3 × 24 cm
Blaðsíður:

344 +myndir +kort +nafnaskrá: bls. 339-344 +drög að ritaskrá Óskars Halldórssonar: bls. 335-338

ISBN

978997952121X

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Setberg

Útgáfustaður:

Akranes

Útgáfuár:

1994

Hönnun:

Þóra Dal Þorsteinsdóttir (kápuhönnun)

Höfundur:

Ásgeir Jakobsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Óskars saga Halldórssonar Íslandsbersi”