Ódýrt og gott
Bókaflokkur: Sælkerasafn Vöku
Góður matur þarf alls ekki að vera dýr, þvert á móti er auðvelt að búa til verulega góðan mat með litlum tilkostnaði. Það kemur glöggt fram í þessari snjöllu matreiðslubók Sælkerasafnsins. Uppskriftirnar eru mjög aðgengilegar, hráefni gefið upp miðað við mismunandi marga matargesti, réttirnir flokkaðir eftir því hversu mikið þarf að hafa fyrir þeim og orkuinnihald hvers réttar gefið til kynna með táknum.
Það ætti vað vera gæðatrygging fyrir sælkeraana, að ritstjóri þessa bókaflokks er Skúli Hansen, matreiðslumeistari á veitingahúsinu Arnarhóli. Hér er fjöldi góðra uppskrifta að ódýrum úrvalsmat. Gjörið þið svo vel!. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Ódýrt og gott eru 5 kaflar, þeir eru:
- Kartöflur, rótarávextir og grænmeti
- Hrísgrjón, spaghetti og pönnukökur
- Súpur og pottréttir
- Fiskur og skeldýr
- Kjöt af ýmsu tagi
Ástand: innsíður góðar og kápan er góð
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.