Nudd fyrir þig og þína
Einfaldar lausnir á streitu hversdagsins
Eru þreyta og streita að gera þér lífið leitt? Eru vöðvarnir spennir og liðirnir stirðir? Langar þig að hvíla þig, slaka á, hlaða líkamann orku, lifna við g umfram allt láta þér líða vel? Villtu læra að nudda og njóta?
Nudd sýnir og skýrir í máli og myndum hvernig þú getur örvað líkamann og slakað á um leið með því að beita einfaldri nuddtækni. Lærðu hvernig á að strjúka, hnoða og nudda vöðvana; lærðu að vekja líkamann til lífsins á morgnana og róa hann fyrir svefninn; lærðu að slaka á og strjúka burt eymslin, hvar og hvenær sem er – á skrifstofunni, í flugvél á leið milli landa, í ræktinni, í baðkerinu að loknum lögnum degi.
Hér geturðu líka lært hvernig nota má létt og blíðlegt nudd til að örva næma staði, nálgast ástina sína og njóta snertingarinnar til fulls. (Heimild: bakhlið bókarinnar)
Bókin Nudd fyrir þig og þína er skipt niður í 20 kafla, þeir eru:
- Máttur snertingarinnar
- Vaknaðu
- Hugsaðu
- Róaðu þig
- Léttu á
- Strjúktu
- Andaðu
- Hvíldu þig
- Losaðu um
- Linaðu
- Bættu tengsl
- Gerðu við
- Örvaðu
- Slakaðu á
- Forðaðu þér
- Gefðu í
- Snertu
- Finndu frið
- Dreymdu
- Tældu
- Atriðisorð
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.