Morðingi án andlits
Kaldan janúarmorgun árið 1990 uppgötvar bóndi á Skáni í Svíþjóð sér til mikillar skelfingar að nágrannar hans hafa verið myrtir um nóttina. Og það með einstaklega hrottafengnum hætti. Hið eina sem lögreglan, undir stjórn Kurts Wallander, hefur til að byggja á rannsókn sína er hinsta orð konunnar: „útlenskir“. Þegar þetta spyrst út veldur það miklum úlfaþyt í samfélagi þar sem fjölmennir hópar flóttamanna búa við sífellt vaxandi fjandskap öfgafullra kynþáttahatara. Leitin að morðingjanum leiðir því lögreglumennina í gegnum ýmis skúmaskot sænska fyrirmyndarsamfélagsins og hatrömm átök eiga sér stað um viðkvæm mál. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott, laus við allt krot og nafnamerkingu
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.