Minningar Sigurður Briem

Sigurður Briem póstmálastjóri fæddist á Espihóli 12. september 1860, sonur Eggert Briem, sýslumanns og Ingibjargar Eiríksdóttur húsfreyju. Sigurður var einn af 18 systkinum.
Hann lauk stúdentsprófi 1883 og var annar til að ljúka hagfræðiprófi, 1889. Hann var sýslumaður víða um land 1890-1896, en var skipaður póstmeistari Reykjavíkur 1897, aðalpóstmeistari 1920 og póstmálastjóri 1930. Hann þótti traustur og röggsamur embættismaður á miklum breytingatímum.
Árið 1905 keypti Sigurður Tjarnabrekkulóðina, vestan tjarnarinnar og fékk samþykkt sem átta byggingalóðir, en með því tilskildu að leggja veg meðfram brekkunni (Tjarnagötu). Hann byggði sitt hús Tjarnagötu 20.
Bókin Minningar Sigurðar Briem eru 4 hluta en eru samtals 146 kaflar, þeir eru:
  • Æskuárin (31 kaflar)
  • Námsárin (24 kaflar)
  • Millibisstörfin (54 kaflar)
  • Æfistarfið (37 kaflar)

Ástand: Gott

Minningar Sigurður Briem - Tómas Guðmundsson skráði

kr.2.900

1 á lager

Vörunúmer: 8502631 Flokkur: Merkimiðar: , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,950 kg
Ummál 22 × 3 × 29 cm
Blaðsíður:

237 +19 myndablaðsíður

ISBN

Ekkert

Kápugerð:

Mjúk kápa

Útgefandi:

Ísafoldarprentsmiðja

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1944

Höfundur:

Sigurður Briem

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Minningar Sigurður Briem”