Með lognið í fangið

Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun

Hæstiréttur Íslands brást þjóðinni við meðferð dómsmála í kjölfar efnahagsáfallanna 2008. Fólk krafðist refsinga. Dómarar létu undan. Þeir gáfu lagareglum nýtt efnisinnihald. Þeir komust að „æskilegum“ niðurstöðum. Réttindi sakborninga voru hundsuð.

Jón Steinar Gunnlaugsson var dómari við Hæstarétt í átta ár. Hér fer hann yfir dóma og lýsir því hvernig gagnrýni á þessa þýðingarmiklu stofnun er mætt með þögn. Dómarar, stjórnmálamenn og fjölmiðlar virðast ekki treysta sér til að fást við vandann.

Jón Steinar telur að starfsháttum réttarins þurfi að breyta enda sé hornsteinn siðmenntaðs þjóðfélags réttarfar sem byggt er á lögum landsins. (Heimild: bakhlið bókarinnar)

Bókin Með lognið í fangið, um afglöp Hæstaréttar eftir hrun er skipt niður í 9 kafla með viðauka, þeir eru:

  • Þagað þunnu  hljóði
  • Tillögur til úrbóta
  • Hugarástand við Hæstarétt
  • Stórbrotin málsmeðferð
  • Dómar eftir „hrun“
  • Gagnrýni á verk Hæstaréttar
  • Rof í þagnarmúrinn
  • Hvað er til ráða?
  • Viðaukar
    • a. Litlar greinar í blöðum og fleira
    • b. Álitsgerð í máli Ólafs Ólafssonar
    • c. Hæstiréttur. Hver er að og hvað þarf að gera

Ástand: gott

Með lognið í fangið Um afglöö Hæstaréttar eftir hrun - Jón Steinar Gunnlaugsson

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,410 kg
Ummál 14 × 3 × 22 cm
Blaðsíður:

235 +myndir

ISBN

9789935486608

Kápugerð:

Mjúk kápa

Útgefandi:

Almenna bókafélagið

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2017

Hönnun:

Gunnlaugur SE Briem (umbrot og myndefni)

Höfundur:

Jón Steinar Gunnlaugsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Með lognið í fangið, um afglöð Hæstaréttar eftir hrun – Uppseld”