Matur og drykkur

Helga Sigurðardóttir  (17. ágúst 1904 – 26. ágúst 1962) var skólastjóri Húsmæðrakennaraskóla Íslands og höfundur fjölda matreiðslubóka. Hún hafði mikil áhrif á mótun íslenskra matarhefða um miðja 20. öld og áhrifa hennar gætir enn. Hún var einstök atorkukona sem var langt á undan sinni samtíð og innleiddi fjölmargar nýjungar í matargerð jafnframt því sem henni var umhugað um að varðveita þekkingu um gamla íslenska matinn.

Helga samdi fjölmargar bækur og bæklinga og skrif hennar hafa staðist tímans tönn einstaklega vel. „Það er best að athuga hvað Helga segir“ var viðkvæðið þegar leysa þurfti eldhúsgátur og bjarga máltíðum sem stefndu í óefni. Matur og drykkur er sú bók sem kemst næst því að geta kallast matarbiblía Íslendinga.

Helstu ritverk Helgu eru t.d.:  Bökun í heimahúsum 1930, 150 jurtaréttir 1932, Kaldir réttir og smurt brauð 1933, Lærið að matbúa 1934, Grænmetisréttir 1937, 160 fiskréttir 1939, Grænmeti og ber allt árið 1940, Heimilisalmanak 1942. Eins og þið sjáið þá gaf hún út 150 jurtaréttir 1932 sem er einstakt og liggur við að segja að hún hafi verið 50 árum á undan sinni samtíð.

Bókin Matur og drykkur eru 25 kafla, þeir eru:

  • Súpur
  • Kjötréttir
  • Fiskréttir
  • Grænmetisréttir soðnir
  • Nokkrar nytjajurtir er vaxa hér villtar
  • Kartöflur
  • Hrá grænmetissalöt o.fl.
  • Salatsósur
  • Eggjaréttir
  • Ostaréttir
  • Ábætisréttir
  • Kaldir réttir
  • Smurt brauð
  • Bökun
  • Sælgæti
  • Drykkir
  • Glóðasteiking (Grillsteikning)
  • Haustmatur
  • Hraðfrysting
  • Niðursuða og fleira
  • Nokkrar kryddjurtir
  • Borðsiðir
  • Pentudúkar
  • Matseðlar
  • Mál og vog
  • Næringarefnatafla

Ástand: Vel með farinn (Ath! kápumyndin er ekki góð)

Matur og drykkur - Helga Sigurðardóttir - Mál og menning 1986

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,4 kg
Ummál 16 × 5 × 24 cm
Blaðsíður:

xxxi, bls.: 638 bls., +32 myndablaðsíður +teikningar +töflur +nafnaskrá: bls. 617-638

ISBN

Ekkert

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni án hlífðarkápu

Útgefandi:

Mál og menning

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1986 / 1947 (1. útgáfa, Ísafold)

Höfundur:

Helga Sigurðardóttir

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Matur og drykkur – Helga Sigurðardóttir”