Matreiðslubók Nönnu

Flestar þjóðir eiga sér sína einu sönnu uppskriftabiblíu sem til er á hverju heimili, stóru matreiðslubókina sem allir þekkja og alltaf er hægt að treysta á, alltaf hægt að leita í til að finna uppskriftirnar, leiðbeiningarnar og hugmyndirnar sem vantar. Nútímalega bók af þessu tagi hefur lengi skort hérlendis en nú er hún loksins komin. Í Matreiðslubók Nönnu ættu allir, byrjendur jafnt sem lengra komnir, að geta fundið sér gnægð uppskrifta við sitt hæfi, því að í bókinni eru hátt á fjórða þúsund uppskriftir af öllu tagi og úr öllum heimshornum. Hér eru allar þær uppskriftir sem hugurinn girnist, alþekktar jafnt sem óvenjulegar – uppskriftir fyrir venjulegt fólk sem vill finna á einum stað gamla kunningja og óþrjótandi uppsprettu nýrra hugmynda. Bókin er öll litprentuð og hana prýða myndir af hundruðum girnilegra rétta. (Heimild: Bókatíðindi)

Bókin Matreiðslubók Nönnu er skipt niður í 15 kafla með undirköflum, þeir eru:

  • Súpur
  • Forréttir og smáréttir
  • Grænmeti
  • Salöt, pasta og korn
  • Fiskur og skelfiskur
  • Kjöt
  • Fuglakjöt
  • Sósur
  • Eftirréttir
  • Kökur
  • Brauð
  • Súrt og sætt
  • Drykkir
  • Grunnuppskriftir
  • Skrár

Ástand: gott, innsíður góðar en kjölur smá upplitaður

kr.2.500

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 2,450 kg
Ummál 24 × 4 × 31 cm
Blaðsíður:

607 +myndir +skrár: bls. 570-607 +grunnuppskriftir bls. 563-567

ISBN

9979103981

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Iðunn bókaútgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2001

Ljósmyndir:

Binni, StockFood, Comstock (kápumynd)

Höfundur:

Nanna Rögnvaldsdóttir

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Matreiðslubók Nönnu – 2001 útgáfav- Uppseld”