Marco Polo

Frömuðir sögunnar.

För Marco Polo til Kína og margra landa annarra, sem tók næstum aldarfjórðung, varð að vonum fræg; stuttorð en furðu nákvæm ferðasaga hans hefur verið meðal helstu sígildra verka í þeirri gerð bókmennta allar þær sex aldir og hálfri betur, sem liðnar eru frá dauða höfundarins. En bók Marcos er fyrst og fremst ferðasaga og minnir sem slík ekki alllítið á leiðsögurit. fyrir ferðamenn; af Marco sjálfum segir furðu fátt. Richard Humble þykir það mjög miður og  tilgangur hans með þessari bók er ekki síst sá að kynna Marco Polo sjálfan, persónuleika hans og skapgerð. Og það segir sig sjálft að maður, sem í aldarfjórðung var hvíldarlítið í stöðugum langferðum, erfiðum og hættulegum, og lenti á þeim tíma í svo mörgum og háskasamlegum ævintýrum, að hann mátti kallast stórheppinn að komast um síðir heim aftur til Feneyja, hefur haft þó nokkuð til brunns að bera. Ekki er að undra að samtímamenn hans í Feneyjum, gallharðir kaupsýslumenn er trúðu helst því er þeir gátu þreifað á , skyldu leggja takmarkaðan trúnað á frásagnir hans. (Heimild: Inngangur bókarinnar)

Bókin hefur að geyma 20 litprentaðar myndasíður og 100 myndir prentaðar í svörtu.

Bókin Marco Polo er skipt í 9 kafla og að auki viðauki, þeir eru:

  • Hið óþekkta
  • Sendiför
  • Vandræðin aukast
  • Til Hormús
  • Yfir Góbí
  • Stórkaninn
  • Keisarinn í Kaþei
  • Vestur á bóginn
  • Heimförin
  • Árangur og áhrif
  • Viðauki
    • Meira að lesa
    • Myndaskrá
    • Nafnaskrá

Ástand: gott

Marco Polo - Richard Humble - Frömuðir sögunnar

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,900 kg
Ummál 19 × 3 × 25 cm
Blaðsíður:

231 +231 +myndir +teikningar +kort +ritsýni +orðaskrá [nafnaskrá]: bls. 229-231

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Heitir á frummáli

Marco Polo

Útgefandi:

Örn og Örlygur

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1982

Íslensk þýðing

Dagur Þorleifsson

Höfundur:

Richard Humble