Lögmálin 9 um megrun
Í þessari bók finnur þú einfaldlega svörin við öllu sem þú þarft að vita um það hvernig þú getur komist varanlega í þína kjörþyngd. Það hefur verið draumur minn að þessi bók yrði gefin út á íslenskri þýðingu og loks er sá draumur orðin að veruleika. Þetta er frábær bók sem útskýrir á beinskeyttan og skýran hátt hvað fólk þarf að gera til að haldast í kjörþyngd alla ævi. Bókin tekur sérstaklega vel á andlega þættinum, sem reynist mörgum hvað erfiðastur í baráttunni við aukakílóin. Hún er skemmtileg aflestrar og full af upplýsingum og fróðleik. Hér er einnig að finna fjölda raunverulegra dæmasagna um fólk sem hefur náð varanlegum árangri. Þetta er eina „megrunar“ bókin sem þú þarf. (Heimild: forsíða bókarinnar)
„Þetta er ekki bók um megrunarkúr, af slíkum bókum er of mikið til. Þetta er bók um hvernig fólk á að ná tökum á þyngd sinni, af slíkum bókum er of lítið til. Sjúklingar mínir og aðrir, sem eru á höttunum eftir leiðbeiningum – byggðum á traustum vísindalegum grunni – um heilsusamlega lífshætti til frambúðar, munu kunna vel að meta muninn á þessu tvennu“ (Dr. Randall C. Flaney, lektor í arferlislækningum við læknadeild háskólans í St. Louis)
Bók Lögmálin 9 um megrun er skipt niður í 7 kafla, þeir eru;
- Að hafa stjórn á líkamanum
- Breytingastigin
- Að halda svengdinni í skefjum
- Að sjá hlutina í skýru ljós
- Nóg líkamsáreynsla
- Að stjórna streitunni
- Að halda árangrinum við
Ástand: gott, bæði innsíður og kápa
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.