Litli ofurhuginn
Sagan segir frá dóttur mesta ofurhuga í heimi. Hún þráir að sýna jafn ótrúleg dirfskuatriði og pabbi hennar frekar en að þurfa að gera við buxurnar hans sem hann rífur gjarnan í sýningaratriðum sínum. Þegar aðalkeppinauturinn, Jonni Bravó, kemst að skelfilegu leyndarmáli föður hennar grípur ofurhuginn litli tækifærið og kemur öllum á óvart. Þetta er bók handa ungum lesendum með stóru letri, góðu línubili og miklu myndefni.
Ástand: gott.