Listin að spyrja – handbók fyrir kennara

Samræður, augliti til auglitis, eru ævaforn kennsluaðferð sem ætlað er að vekja nemendur til umhugsunar.

Markmið umræðna eru margþætt; þær gefa gott tækifæri til að skýra og skerpa skoðanir og viðhorf, meitla framsetningu og færa fram rök sem miða að sameiginlegri niðurstöðu þegar taka þarf ákvarðanir með lýðræðislegum hætti.

Hæfni kennara til að stýra umræðum ræðst í ríkum mæli af því hversu leikinn hann er að spyrja. Snjallar spurningar á réttum tíma og í réttu samhengi laða fram hugmyndir og leiða samræður markvist áfram.

Í Listinni að spyrja er leiðbeint um hvernig beita megi umræðum í kennslu og fjölmörg dæmi gefin til skýringar. (Heimild: bakhlið bókarinnar)

Bókin Listin að spyrja – handbók fyrir kennara 8 kaflar, þeir eru:

  • Umræður og spurningar í skólum
  • Hvað skapar góðar umræður
  • Flokkun spurninga
  • Umræðu- og spurningatækni
  • Hlutverk kennarans
  • Skipulag í skólastofu
  • Ef illa gengur
  • Að þjálfa nemendur í umræðum

Ástand: gott

Listin að spyrja - handbók fyrir kennara

kr.500

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,150 kg
Ummál 15 × 1 × 22 cm
Blaðsíður:

61 +teikningar +töflur

ISBN

9979847247

Kápugerð:

Mjúk kápa

Útgefandi:

Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1996

Hönnun:

Edda Harðardóttir (umbrot), Guðjón Ingi Hauksson (kápuhönnun)

Höfundur:

Ingvar Sigurgeirsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Listin að spyrja – handbók fyrir kennara”