Laukar og fræ
Það er ánægjulegt að sjá litlar plöntur vaxa upp af fræjum og laukum, sem maður hefur sáð og sett niður sjálfur. Og þegar þessar litlu plöntur eru orðnar stórar og ræktarlegar verða þær prýði heimilisins og stolt ræktandans.
Í þessari notardrjúgu handbók er fjallað um það í máli og myndum hvernig koma megi til fræjum og laukum hinnar ólíkustu plantna og hollráð gefin um það hvernig best er að meðhöndla hverja einstaka plöntutegund. Sem kunnugt er hefur hver planta sín séreinkenni og um leið eru þarfir plantnanna ólíkar eftir tegundum og uppruna.
Allir þeir sem hafa áhuga á blómum og blómarækt munu óspart nota þessa forvitnilegu og litauðugu fjölfræðibók. (heimild: bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.