Íslenska plöntuhandbókin
Blómplöntur og byrkningar
Íslenska plöntuhandbókin er einhver vinsælasta handbók sinnar tegundar og birtist nú í nýjum búningi, ríkulega aukin og endurbætt. Fjallað er um 465 tegundir plantna, þar af margar sem hafa bæst við íslenska flóru á undanförnum árum.
Lýst er sérkennum hverrar plöntu í gagnorðum texta; útliti hennar, stærð, blómgunartíma, umhverfi og útbreiðslu. Litmyndir er af hverri tegund ásamt skýringarteikningum og útbreiðslukorti sem byggt er á nýjustu upplýsingum. Við flokkun plantnanna eru notaðir sérstakir myndlyklar þar sem þeim er raðað eftir blómalit og öðrum áberandi einkennum, og einnig eru í bókinni ganglegir efnislyklar. Allt þetta gerir að verkum að bókin nýtist almenningi vel til að þekkja sundur plöntur og fræðast um hina fjölbreyttu og fögru flóru landsins. (Heimild: Bakhluti bókarinnar)
Bókin Íslenska plöntuhandbókin eru 10 kaflar, þeir eru:
- Formáli
- Leiðbeiningar um notkun bókarinnar
- Orðskýringar
- Orðaskrá
- Lykill
- Plöntulýsingar
- Friðlýstar plöntutegundir
- Ættskrá
- Latnesk tegundaskrá
- Íslensk tegundaskrá
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.