Húsið með blindu glersvölunum
Á eyju undir óravíðum himni Norður-Noregs erist þessi áhrifamikla saga um stúlkuna Þóru. Hún býr á Hundraðsheimilinu, stóru og eitt sinn glæsilegu timburhúsi frá aldamótunum. Lífsbaráttan er hörð á þessum slóðum og samskipti fólks oft kuldaleg og miskunnarlaus. Þór er barn þýsks hermanns úr hernámsliðinu og hún og móðir hennar verða báðar að líða fyrir það. Höfundur lýsir draumum og angist Þóru á fádæma nærfærinn hátt og sagan geislar af ljóðrænni fegurð þrátt fyrir voveiflega atburði.
Herbjörg Wassmo er einn þekktasti rithöfundur Norðmanna hin síðari ár, rómuð fyrir ljóðgerð sína og skáldsögur. Hún hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1987 fyrir sagnabálk sinn um Þóru. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.