Hin hljóðu tár

Ævisaga Ástu Sigurbrandsdóttur

Ásta Sigurbrandsdóttir hefur gengið í gegnum órúlegar raunir á langri og viðburðaríkri ævi.

Hún ólst upp við kröpp kjör í Flatey og Reykjavík, lærði hjúkrun í Danmörku á árum síðari heimsstyrjaldar og varð síðan hjúkrunarkona skammt fyrir utan Berlín í lok stríðsins. Hún fór ekki varhluta af hörmungum heimsstyrjaldarinnar, lenti í loftárásum, þurftir að sækja særða út á vígvöllinn og bera á sjúkrahús – meðan skothríðin glumdi allt í kring.

Ásta fluttis til Finnlands eftir stríð þar sem hún mætti enn mótlæti en gafst ekki upp heldur bar harm sinn í hljóði.

Þótt Ásta hafi orðið fyrir erfiðri lífsreynslu horfir hún um öxl án beiskju og sér einnig spaugilegar hliðar tilverunnar, – ekki síst á sjálfri sér.  (Heimild: bakhlið bókarinnar)

Bókin Hin hljóðu tár, ævisaga Ástu Sigurbrandsdóttur eru 23 kaflar, þeir eru:

  • Angan af þangi
  • Draumur á Jónsmessunótt
  • Í nýju húsi
  • Ó, borg, mín borg
  • ekki láta mig deyja
  • Framandi veröld
  • Þjófar á nóttu
  • Togstreita
  • Fjötrar stríðs og ástar
  • Deutschland, Deutschland
  • Heimur á heljaþröm
  • Upp á líf og dauða
  • Friður á jörðu
  • Þyrnirós svaf eina öld
  • Eitt sumar á landinu bláa
  • Í landi skógar og þúsund vatna
  • Frú Routala
  • Bóndi er bústólpi
  • Aftur kemur vor í dal
  • Skin og skúrir
  • Heim á ný
  • Og árin líða
  • Angan af þangi

Ástand: gott, innsíður góðar og kápa góð

Hin hljóðu tár Ævisaga Ástu Sigurbrandsdóttur - Sigurbjörg Árnadóttir

kr.1.200

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8501826 Flokkur: Merkimiðar: , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,620 kg
Ummál 16 × 2 × 24 cm
Blaðsíður:

181 (16) +myndasíður

ISBN

9979203153

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Vaka Helgafell

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1995

Höfundur:

Sigurbjörg Árnadóttir (skráði)

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Hin hljóðu tár – Ævisaga Ástu Sigurbrandsdóttur – Uppseld”