Hættuspil – Hammond Innes
Dularfull og flókin atburðarás fer af stað þegar Roy Slingsby er beðinn að meta til fjár eigur dauðvona manns af Hollandættinni. Þar á meðal er gamalt frímerkjasafn, sem vekur meira áhuga en verðgildi þessvirðist gefa tilefni til, og Slingsby fer að gruna að ekki sé allt sem sýnist.
Leikurinn berst til afskekktar eyja í Suður-Kyrrahafi, þar sem hjátrú og hefndarþorsti bera ávöxt í brennandi sólinni og allt logar í heift og ofbeldi undir niðri, þótt friðsæld virðist ríkja á yfirborðinu. Uppreisn er í aðsigi meðal íbúa hinna koparauðugu eyja og Slingsby dregst inn í hringiðu atburðanna ásamt Holland-systkinunum, sem hltið hafa hættulega arfleið frá forföður sínum: Bölvun blóðhefndarinnar. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott