Furður veraldar
Furður veraldar er viðamesta bók, sem út hefur komið á íslensku um undarleg fyrirbæri og atburði, sem erfitt hefur reynst að skýra.
Efnið er komið frá rithöfundinum heimsþekkta Arthur C. Clarke og samstarfsmönnum hans. Þeir gerðu einnig víðkunna sjónvarpsþætti um Furður veraldar, sem sýndir hafa verið í íslenska sjónvarpinu. Mikið af myndefni bókarinnar er úr þáttunum.
Víða er komið við enda af mörgu að taka. Fjallað er um furðuhluti, tröllauknar táknmyndir, kristalshauskúpur og magnþrungin ævaforn mannvirki, sem vakið hafa margar spurningar. Furðurlegar skepnur og skrímsli á landi, í sjó og vötnum koma við sögu, allt frá apamanninum í hlíðum Himalayafjalla til Lagarfljótsormsins á Íslandi. Sagt er frá froska- og fiskaregni af himnum ofan og mögnuðum risasteinum, sem hreyfast úr stað með óskýranlegum hætti. Dularfull fyrrbæri eins og sprengingin mikla í Síberíu 1908 eru athuguð gaumgæfilega og birtast eru lýsingar sjónarvotta á eldkúlunum óhugnalegu, sem nefndar hafa verið urðamánar í íslenskri þjóðtrú. (Heimildir: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Furður veraldar eru með 12 kafla, þeir eru:
- Týndi apamaðurinn
- Furðukistan
- Fornir elder
- Skrímsli úr djúpunum
- Grjóthringar og grafhvelfingar
- Vatnaskrímsli
- Tröllaukin tákn
- Af skepnum og skriðdýrum
- Sprengingin mikla í Síberíu
- Fljúgandi furðuhlutir
- Um undrageim
- Risar á jörðunni
Ástand: gott