Forn frægðarsetur II. bindi

Í ljósi liðinna sögu

Valþjófstaðir í Fljótsdal, Snæfjöll á Snæfjallaströnd, Glaumbær á Langholti, Glæsibær við Eyjarfjörð og Víðihóll á Fjöllum.

Hér er byggðarsaga ofantaldra staða rakin eftir öllum tiltækum heimildum. Fjallað er um hin veglegu kirkjuhús fyrri alda og stórbæjarbraginn á höfðingjasetrunum. Rakiði er prestatalið, og koma þar margir við sögur, er víða fóru, en niðjar dreiðir um land. Sagt er frá fuirðulegum dómi prófastsins í Vatnsfirði, er hann dæmid bróður sínum, bóndanum í Grunnavík, hvalreka staðarins á Snæfjöllum. Þá er getið hinna þjóðfrægu reimleika á Snæfjöllum og Spánverjavíganna. Uppgangur srandþorpsins á Snæfjöllum er rakinn umz byggðin lagðist í auðn. – Ýmsir örlagaþættir verða ljóslifandi, eins og um prestinn, sem settur var ofar á skáldabekk en síra Hallgrímur Pétursson. Getið er galdratilrauna Grímseyinga, vikið að gróflegum kveðskap Hjálmars Jónssonar á yngri árum og þeim málaferlum sem af spunnust. Sagt er frá síðustu árum gáfumannsins síra Sveinbjarnar Hallgrímssonar ritstjóra Þjóðólfs og því er reisa átti stærstu kirkju landsins í kræklingshlíð. Byggðarsögunni á Víðihóli á Fjöllum er gerð skil, en þar er nú auður staðurinn. Koma Ameríkuferðirnar all mjög við þá sögu. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Forn frægðarsetur II. bindi eru 6 kaflar + viðauki, þeir eru:

  • Valþjófsstaður í Fljótsdal
  • Snæfjöll í Ísafjarðardjúpi
  • Glaumbær á Langholti
  • Glæsibær við Eyjafjörð
  • Fjallaþing
  • Viðauki
    • Heimildir og skýringar
    • Um teiknimyndir
    • Nafnaskrá

Ástand: gott

Forn frægðar setur - Séra Ágúst Sigurðsson

kr.1.500

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,650 kg
Ummál 17 × 3 × 24 cm
Blaðsíður:

284 (II. bindi) +myndir

ISBN

Ekkert

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Örn og Örlygur

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1979

Höfundur:

Séra Ágúst Sigurðsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Forn frægðarsetur II. bindi – Í ljósi liðinna sögu”